ERTU KLÁR FYRIR SUMARIÐ?


Velkomin á Tjaldsvæðið í Reykholti!

Hér er brot af þeirri þjónustu sem boðið er upp á svæðinu

Heading photo

Tjaldsvæðið í Reykholti!

  Rafmagn fyrir ferðavagna, neysluvatnsáfylling ásamt losunarstað fyrir ferðasalerni
  Salerni
  Sturtur
  Eldunaraðstaða og setustofa
  Borð og stólar á útisvæði
  Vaskar með heitu og köldu vatni úti
  Leiksvæði fyrir börn
  WIFI
  Skóþurrka
Heading photo

Í þorpinu

  10 -Pool- (Solid)Created with Sketch.
  Sundlaugin í Reykholti er við hlið tjaldsvæðis
  N1 þjónustustöð
  Landsbankinn ásamt hraðbanka
  Bjarnabúð dagvöruverslun
  Veitingastaðurinn Mika
  Veitingastaðurinn Friðheimar
  Vínstofa vínbar
  InstaVolt

Fáðu frekari upplýsingar!

 • Um tjaldsvæðið okkar

  Tjaldsvæðið er staðsett í þorpinu Reykholti og er frábært val fyrir þau sem vilja dvelja í hjarta Gullna hringsins. Staðsetning nærri Gullfoss og Geysir gefur gestum möguleika á að skoða nokkrar af dásamlegustu náttúruperlum Íslands. Tjaldsvæðið er fullkominn staður til að slaka á og njóta útilegunnar. Því er skipt í þrjú stór svæði og nýtur það skjóls af skógi vöxnu umhverfi. Það er opið frá 1. maí til 30. september, með fyrirvara um snjóleysi. Þjónusta sem er í boði á tjaldsvæðinu er rafmagn, salerni og sturtur, eldunaraðstað innandyra og borðstofa, þvottavél og leiksvæði fyrir börn.

  Hægt er að tæma ferðasalerni og fylla á neysluvatnstanka á svæðinu. Ekki er tekið við forbókunum og greiðsla fyrir gistingu skal fara fram við komu. Við erum ekki hluti af þeim tjaldsvæðum sem taka við Útilegukortinu . Hér má sjá hvaða tjaldsvæði taka við Útilegukortinu. Heimilt er að vera með hunda á svæðinu en þeir þurfa að vera í bandi og eigendur eru beðnir um að gæta þess að hreinsa upp eftir þá.

  Sundlaug, knattspyrnuvöllur, veitingastaðurinn Mika, verslunin Bjarnabúð og Friðheimar eru í göngufæri við tjaldsvæðið. Þá er einnig stuttur akstur til Þingvallavatns, Gömlu Laugarinnar á Flúðum, Laugavatn Fontana, Kersins og annarra dásamlegra staða sem svæðið hefur að bjóða.

 • Um Reykholt

  Í Reykholti má njóta alls þess sem íslensk sveit hefur upp á að bjóða. Byggð hóf að þéttast í Reykholti í kringum árið 1928 en þá opnaði þar barnaskóli. Hann var meðal þeirra fyrstu sem opnaðir voru í strjábýlli byggðum á Íslandi. Um 200 manns búa á Reykholti. Á fyrri hluta 20. aldar uppgötvaðist þar jarðhitavirkni og ýtti það frekar undir íbúabyggð. Reykholtshver sem er gamall goshver gýs á u.þ.b. 10 mínútna fresti og frá honum koma um 14 lítrar af 100 gráðu heitu vatni á hverri sekúndu. Þetta vatn er síða notað til að húshitunar og fyrir gróðurhús á á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna hér.


Opnunartími og verð

Móttaka er opin allan dag frá 1. maí til 30. september frá klukkan 08:00 til 23:00.

13 ára og yngri

ókeypis

Börn 14-17 ára

ókeypis

18+

2100 kr (aðgangur að sturtu innifalinn)

Rafmagn

1400 kr á sólarhring

Þvottavél eða þurrkari

800 kr

Kort af svæðinu

Illustration

Áhugaverðir staðir í námunda við Reykholt

Það er margt að sjá og gera hér í kring. Má þar nefna Geysir, Gullfoss, Gömlu laugina og margt fleira.

Illustration

Geysir

Jarðhitasvæðið við Geysi er þekkt fyrir marga hveri og aðra jarðhitavirkni, gönguleiðir og leirgíga.

Lesa meira →

Illustration

Gullfoss 

Gullfoss er mikilfenglegur foss staðsettur stutt frá Reykholti. Fossinn er 32 metrar og er hann sérlega tignarlegur þegar glyttir í regnbogann á sólríkum dögum.

Lesa meira →

Illustration

Þingvellir

Þingvellir eru þekktir fyrir sprungudalinn, Þingvallavatn, dásamlegar gönguleiðir, Silfru og fyrir að vera samkomustaður Alþingis á öldum áður.

Lesa meira →

Illustration

Gamla laugin

Gamla laugin er heit náttúrulaug á Flúðum. Njóttu þín í hlýju vatni með dásamlegt útsýni yfir hveri og leirhveri.

Lesa meira →

Illustration

Laugarvatn Fontana

Laugarvatn Fontana er spa með náttúrulegum heitu laugum, gufubaði og veitingastað

Lesa meira →

Illustration

Kerið

Kerið er gíghóll á Suðurlandi. Það er þekkt fyrir rauða bergveggina og blárgræna vatnið. Gestir geta gengið um gígbakkann og haft notið frábærs útsýnis.

Lesa meira →

Illustration

 Friðheimar

Friðheimar er veitingastaður í Reykholti þekktur fyrir matargerðina sem byggir á tómötum sem eru ræktaðir í gróðurhúsinu þeirra.

Lesa meira →

Illustration

Hrunalaug

Hrunalaug er gömul steinhlaðinn sundlaug í fallegu náttúrulegu umhverfi í 15 mínútna fjarlægð frá tjaldsvæðinu í Reykholti. 

Lesa meira →

Tilboð & afslættir

Her finnurðu tilboð og afslætti frá samstarfsaðilum okkar. Sýndu kvittun frá okkur til þess að nýta afslátt eða tilboð

 • Illustration

  -20%

  Hægt er að versla miða í móttöku og fá afslátt með því að sýna fram á dvöl á tjaldsvæðinu. Ef bókað er fyrirfram á netinu er hægt að senda tölvupóst og fá 20% endurgreiðslu. Gildir einungis af fullorðinsgjaldi

  www.secretlagoon.is

Spurningar? Svör við algengum spurningum.

Nokkrar algengar spurningar um tjaldsvæðið og annað

 • Hvað er innifalið í dvöl á tjaldsvæðinu?

  Verðið innifelur aðgang að sameiginlegu eldhúsi og borðstofu fyrir gesti, klósettum og heitum sturtum, leiksvæði, tæmingu ferðasalerna og áfyllingu neysluvatns.

 • Eru aldurstakmörk?

  Þú verður að vera að minnsta kosti 18 ára til að dvelja á tjaldsvæðinu, og ef þú ert undir 18 ára, verður þú að vera í fylgd með fullorðnum.

 • Er mælt með því að panta á netinu?

  Nei, við tökum ekki við netbókunum.

 • Hvernig get ég greitt fyrir dvölina?

  Við tökum við peningum og öllum helstu greiðslukortum. Vinsamlegast greiðið við komu áður en upp tjaldið eða ferðavagninn er settur upp á svæðinu.

 • Er tjaldsvæðið ykkar opið á veturna?

  Nei

 • Get ég notað Útilegukortið hérna?

  Nei, því miður erum við ekki hluti af þeim tjaldsvæðum sem tekur við Útilegukortinu. Hér getur þú skoðað hvaða tjaldsvæði taka við Útilegukortinu.

 • Er veittur afsláttur fyrir börn, unglinga, öryrkja og eldri borgara?

  Við bjóðum ekki upp á afslátt fyrir eldri borgara eða öryrkja. Börn upp að 17 ára aldri geta dvalið ókeypis á tjaldsvæðinu okkar.

 • Er aðgangur að grilli?

  Nei, en þér er frjálst að nota eigið grill.

 • Hvar er tjaldsvæðið staðsett?

  Um það bil 100 metra frá vegi 35 í bænum Reykholti á suðurhluta Íslands.

 • Er rafmagnið innifalið í verðinu?

  Nei, það kostar 1400 krónur á dag fyrir hvern ferðavagn/tjald.

 • Eru eldhús á tjaldsvæðinu?

  Já, það er eldunaraðstaða innandyra á tjaldsvæðinu. Þar má finna ketil, spaneldavél, örbylgjuofn og annan eldhúsbúnað. Þar er einnig að finna litla borðstofu.

 • Get ég fengið lánaða hárþurrku á tjaldsvæðinu?

  Já, hafðu samband við móttökuna til að fá lánaða hárþurrku.

 • Get ég leigt mér handklæði?

  Já, hafðu samband við móttökuna til að fá leigt handklæði.

 • Hvar get ég hlaðið símann minn?

  Innstungur er að finna í borðstofunni og eldhúsinu. Þú getur einnig skilið raftækin þín eftir í móttökunni til að hlaða. Það er ókeypis.

 • Má vera með hund?

  Já, heimilt er að vera með hunda en þeir þurfa að vera bundnir. Gæta skal þess að hirða upp eftir þá

Thank you!

We will contact you shortly.

Can't send form.

Please try again later.